opnurartimi vetrar 2015


Kæru Ylstrandaryndi, þá er haustið komið og höfum við skipt yfir í vetrarham. Alla virka daga er opið frá klukkan 11.00 til 13.00. Mánudaga og miðvikudaga er aftur opið kl. 17.00-19.00 og á laugardögum er opið klukkan 11.00-15.00 Hjartanlega velkomin í sæluna :)

vormynd
SUMAROPNUN 2015 | 15.05.2015


Sumaropnunin er hafin og nú er opið alla daga frá klukkan 10 til 19. Gleðilegt sumar

| 13.05.2015


Það verður OPIÐ á morgun uppstigningadag frá klukkan 11.00 til klukkan 15.00. Njótið vel

yfirlitsmynd
| 03.05.2015


Sólaropnun í dag sunnudaginn 3. maí til klukkan 17. Sól sjór og sandur .... NJÓTIÐ

bjorgunarhringur og himinn í blidu
| 30.04.2015


Það verður LOKAÐ hjá okkur á verkalýðsdaginn 1. maí. Gleðilega hátíð


Gleðilegt sumar kæru vinir, í tilefni þess að sumarið er skollið á verður opið á Ylströndinni - sumarströndinni - klukkan 11 til 15 í dag, sumardaginn fyrsta. Það er kominn ís í sjoppuna og við erum búin að kveikja á sólinni :)

| 21.04.2015


Þarabað miðvikudaginn 22. apríl... síðasta vetrardag bæði í hádeginu klukkan 11-13 og aftur seinnipartinn klukkan 17-20 ... já já það er opið til klukkan 20.00 seinnipartinn :) Þarasöfnun fer fram í hádeginu í dag þriðjudag, allir velkomnir að taka þátt.


Páskahátíðin 2015 á Ylströndinni í Nauthólsvík 2. apríl LOKAÐ. 3. apríl LOKAÐ. 4. apríl OPIÐ 11-15. 5. apríl LOKAÐ. 6. apríl LOKAÐ 11-13 OPIÐ 17-19. Gleðilega hátíð


Góðar fréttir frá heilbrigðiseftirlitinu ... Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur það óhætt að baða sig í sjónum okkar þar sem dælustöðin í Skeljanesi hefur verið í lagi í tvo sólarhringa. Sýnin haga sér þannig að það er ólíklegt að tölurnar verði háar sem koma út úr þeim. Gleði gleði gleði


Það er opið hjá okkur þrátt fyrir mögulega saurgerlamengun í hafinu í kringum dælustöðina í Skeljanesi. Nýjustu fréttir eru þær að dælustöðin komst í lag um kl. 15 í gær svo það eru virkilega góðar fréttir og við vonumst til þess að það haldi. Mælingar berast ekki fyrr en á morgun svo við höfum ekkert haldbært í höndunum, það eru slakari fréttir. ... svo er það sólin og lognið