Heita vatnið er komið í lag og opnun hefur hafist að nýju með eðlilegum hætti :)


Því miður erum við heitavatnslaus í dag vegna bilunar í kerfinu. Látum vita um leið og það kemst í lag.


Starfsmenn Nauthólsvíkur hafa unnið hörðum höndum undanfarna daga við að laga skemmdirnar sem urðu í flóðinu síðastliðinn sunnudag. Rekstur er kominn í eðlilegt horf og ströndin verður opin á afgreiðslutíma á morgun fimmtudaginn 4. september.

Ylströnd


Vegna vatnstjóns sem varð í óveðri aðfaranótt sunnudags, verður lokað í pottinn og í búningsklefana á Ylströndinni þar til viðgerð á tæknibúnaði lýkur og þrif hafa farið fram. Við biðjumst velvirðingar á þessu


Vetraropnunin frá laugardeginum 16. ágúst verður sem hér segir: 16. ágúst - 31.desember 2014 er opið alla virka daga frá klukkan 11.00 - 13.00 og á laugardögum klukkan 11.00 - 13.00. Og svo opnar aftur á mánudögum og miðvikudögum klukkan 17.00 og er opið til kl. 19.00. Gjaldsrkáin verður sú sama og í vor eða 500 krónur fyrir stakt skipti, 3.500 krónur fyrir 10 skipta kort og 5.500 krónur fyrir armband sem gildir til áramóta. Njótið vel

Sumaropnun hafin | 28.05.2014


Sumaropnun hafin á Ylströndinni. 15. maí er fyrsti dagur sumaropnunar 2014 og þá er opið alla daga frá klukkan 10.00 til klukkan 19.00 alveg til 15. ágúst 2014. Um að gera að njóta alls þess sem ströndin hefur upp á að bjóða. Heiti potturinn dásamlegi, eimbaðið frábæra, sandurinn og sjórinn með alla sína möguleika og starfsfólkið síkáta og ljúfa. Hjartanlega velkomin - aðgangur ókeypis


Lokað verður á Ylströndinni á sumardaginn fyrsta og 1. maí. Gleðilegt sumar


Fimmtudagurinn 17. apríl (Skírdagur), LOKAÐ. 18. apríl (Föstudagurinn langi), LOKAÐ. Laugardagurinn 19. apríl, OPIÐ kl. 11-13. Mánudagurinn 21. apríl (Annar í páskum), LOKAÐ kl 11-13 en OPIÐ kl. 17-19. Gleðilega páskahátíð


Nú hefur laugardagsopnunin tekið gildi og bætist því við afgreiðslutíma Ylstrandar þetta vormisseri til 14.maí. Afgreiðslutíminn er því sem hér segir: 2. janúar - 14. maí 2014 er opið alla virka daga frá klukkan 11.00 - 13.00 og á laugardögum klukkan 11.00 - 13.00. Og svo opnar aftur á mánudögum og miðvikudögum klukkan 17.00 og er opið til kl. 19.00. Njótið vel


Jólabókasjávarföllin halda áfram hjá okkur og í dag um klukkan 18.00 kemur Hafliði Vilhelmsson og les upp úr bók sinni Svartþröstur. Það er von höfundar að lesendur hafi jafn gaman af að lesa bókina og höfundur hafði af því að skrifa hana. Is That All There is? Nei, það er líf eftir fimmtugt. Þegar maður er orðinn hálfsextugur eins og hann Rúnar Rúnarsson í Kjöt og Káli, er ólíklegt að lífið taki stakkaskiptum úr því. Allt er eftir beinu brautinni, börnin flogin úr hreiðrinu, eiginkonan hætt að vilja sofa hjá og helsta tilbreytingin er sú að fara vikulega í Bónus og fylla körfuna. Og svo er ein og ein jarðarför til að lífga upp á hversdaginn. Svartþröstur er launkímin saga um það að ekki séu öll kurl komin til grafar þótt halli undan fæti á lífsveginum. Angurvær og ljúfsár í senn og þarf að lesast af umhyggju til þess að njóta hennar til fulls. Þetta er ástarsaga eins og þær eru bestar – endar vel.