03.01.2013

Gleðilegt árið 2013

Gleðilegt árið 2013 kæra fólk. Við höfum bæði slæmar fréttir og góðar fréttir, slæmu fréttirnar eru þær að eimbaðið verður lokað næstu daga þar sem það liggur fyrir að auka kraftinn í því svo það nái góðum hita. Vonum að það taki skamman tíma svo hægt verði að njóta þess sem allra fyrst aftur. Svo eru það þær frábæru fréttir þess efnis að við munum bæta við opnun á laugardögum klukkan 11.00 - 13.00 núna í byrjun árs til reynslu. Við höfum fulla trú á að fólk muni nýta sér þessar laugardagsopnanir í dýrðinni hérna í Nauthólsvíkinni. Þar með er opið alla daga nema sunnudaga klukkan 11.00 - 13.00 og á mánudögum og miðvikudögum aftur klukkan 17.00 - 19.00.